top of page
TRÚARJÁTNING BETANÍU

Við trúum því að Biblían sé innblásið Orð Guðs ”og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks”. 2.Tím. 3:16.

Við trúum því að Almáttugur Guð sé þríeinn Guð: Faðirinn,  Orðið – Sonurinn og Heilagur andi. Sjá t.d. 1. Jóh. 5:7, Jóh. 1:1-2, 14,  Jes. 48:16-17,  Jóh. 10:30 Jóh. 16:7, Jóh. 20:22.

Við trúum því að Jesús Kristur sé Guðs eingetni og syndlausi Sonur, fæddur af Maríu mey og að Hann hafi úthelt dýrmætu blóði sínu á krossi og dáið fyrir syndir okkur. Með því hafi hann leyst þá sem á hann trúa frá synd og dauða. Jóh. 3:16, 2. Kor 5:21,  Róm. 5:21,  Lúk. 1:27-35,  Heb. 9:22,  Matt. 26:28, Post. 2:22-36,  Kól. 2:13-15.

Við trúum því að Guð faðir hafi fyrir kraft sinn reist Soninn, Jesú Krist, upp frá dauðum. Sonurinn situr nú við hægri hönd Guðs föður. Post. 10:38-40,  Matt. 26:64.

​

 

Við trúum því að ef við játum með vörum okkar og trúum í hjarta okkar að Jesús sé Drottinn séum við hólpin og eigum eilíft líf með Honum. Róm.10:8-9,  Post. 3:19-20.

Við trúum því að nauðsynlegt sé að skírast niðurdýfingaskírn í nafni Drottins Jesú Krists, eins og postularnir gerði til að hlýðnast skírnarskipun Drottins, í stað þess að endurtaka hana. Post.2:38, 8:12,  9:18, 18:5, Matt. 28:19-20, Jóh.17:6,11.



Við trúum því að allir þeir sem játast Jesú Kristi geti fyllst öðlast skírn í Heilögum anda og talað tungum í framhaldi af því.  Post.2:38, Post. 2:4-11.  1. Kor.12.4-11.



Við trúum því að allir þurfi að metta andlegan mann sinn úr Orði Guðs (Biblíunni), biðja trúfastlega, leggja stund á góð verk og keppa eftir því sem er hið efra, til að geta þroskast andlega og vaxið upp til höfuðsins, sem er Kristur.  Efes. 4:13-15,  1. Pét. 2:1-2,  1. Kor. 15:2, Matt. 7:7,  Efes. 2:10, Kól. 3:1,3.

Við trúum því að öllum trúuðum sé nauðsynlegt að koma saman í Húsi Guðs til að eiga samfélag við Hann sem söfnuður í einingu og kærleika.  Post. 2:44,  Heb.10:25.

"ARTICLES OF FAITH" BÓKIN Á PDF
bottom of page